Um félagið

Hvutti

Hagsmunafélag hunda á Suðurnesjum

Stofnað 23 nóvember 2022


Markmið Hvutta, Hagsmunafélags hunda á Suðurnesjum, er að gera átak í að bæta aðstöðu til útivistar hunda og eigenda þeirra og auka þar með gæði og ánægju samverustunda eigenda og þessara ómetanlegu ferfættu vina þeirra. Við höfum óskað eftir að bæjaryfirvöld komi til móts við okkur með að útbúa fleiri hundagerði og myndu félagsmenn og hundaeigendur sjá um að halda þeim hreinum og snyrtilegum.

Við óskum einnig eftir því að reglur verði rýmkaðar um hvar má vera með hunda. Til að koma til móts við samfélagið gæti félagið tekið þátt í eða búið til samfélagsverkefni til fjáröflunar, t.d. hreinsa svæði af rusli. 

Það er þekkt staðreynd að samband hunds og manns hefur góð áhrif á sálarlíf og líðan eigandans og því má telja það samfélagslegt verkefni að bæta aðstöðu til útivistar og gæðastunda hunds og eiganda hans.

Við stefnum einnig að því að þjálfa hunda til að fara í heimsóknir á elliheimili, leikskóla og fleiri staði til að sem flestir

geti notið samveru við þessi dásamlegu dýr.

Share by: